Þingeyri:Mismunandi túlkun á ákvæðum um byggðakvóta

Frá Þingeyrarhöfn Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sjö smábátaiegendur á þingeyri hafa óskað eftir því að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hlutist til um að úr því verði skorið hevrnig beri að túlka ákvæði um byggðakvóta. Benda þeir á í erindi sínu að Fiskistofa og Atvinnuvegaráðuneytið túlki ákvæði 6. greinar reglugerðar nr 685 frá 2018  á mismunandi hátt.

Fiskistofa túlkar ákvæðið, að þeirra sögn, þannig að fyrir hvert eitt tonn af byggðakvóta þurfi að skila tveimur tonnum af afla, en ráðuneytið túlki sama ákvæðið þannig að á móti einu tonni af byggðakvóta þurfi eitt tonn.

Segja útgerðarmennirnir að túlkun Fiskistofu hafi gert það að verkum að þeir hafi ekki getað fiskað upp í úthlutaðan byggðakvóta að fullu og því orðið fyrir fjárhagslegum skaða.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að leita eftir skýringum frá Fiskistofu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

 

DEILA