Styrkir: Drangar, Bjarnarfjörður og Fljótavík

Tunga í Fljótavík. Mynd: Mats Wibe Lund.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða opinberaði í gær þá styrki sem hann veitt. Til viðbótar þeim styrkveitingum sem Bæjarins besta hefur þegar greint frá þá fengu styrk þrjár framkvæmdir á Vestfjörðum til viðbótar. Þær eru:

Finnur Ólafsson – Endursmíði Þverárgöngubrúar í Bjarnarfirði á Ströndum.

Kr. 1.255.000,- styrkur til að endursmíða göngubrú yfir Þverá í Bjarnarfirði. Núverandi
göngubrú er varla nothæf lengur og ekki talið óhætt að leyfa göngufólki að fara yfir
hana.
Endursmíði Þverárgöngubrúar í Bjarnarfirði rímar vel við áherslur sjóðsins. Hér er um
að ræða bætta grunnþjónustu og varanlega lausn sem eykur aðdráttarafl svæðisins og
öryggi ferðamanna.

 

Atlastaðir sumarhúsafélag – Lendingaraðstaða í Fljótavík.

Kr. 4.500.000,- styrkur til að bæta lendingaraðstöðu fyrir ferðafólk í fjörunni í Fljótavík,
steypa plötu og stoðvegg til að koma í veg fyrir að brimið velti bátum og skapi þannig
hættu fyrir ferðafólk sem fer sjóleiðina til Fljótavíkur.
Verkefnið felst í að fleyga í sundur steina í fjörunni, steypa plötu út í
stórstraumsfjöruborð, steypa stoðvegg ofan á plötuna og endurgera stíg frá
lendingarstað að slysavarnarskýli. Verkefnið eykur öryggi ferðamanna á staðnum til
muna og styrkir innviði.

 

Guðjón Kristinsson – Kóngsvegur á Dröngum.

Kr. 4.229.660,- styrkur til að lagfæra meira en 100 ára gamlan stíg úr torfi og grjóti sem
liggur frá Drangabænum og í gegnum Drangaskörðin yfir í Drangavík. Stígurinn er
orðinn illfær á köflum sem nauðsynlegt er að lagfæra.
Verkefnið snýr að því að endurhlaða kafla af Kóngsvegi sem eru fallnir og illa farnir.
Áformað er að lagfæra uppbyggðar hleðslur og kanta. Það felur í sér eflingu
grunnþjónustu á veiku svæði og stuðlar að náttúruvernd og öryggi þar sem vistvæn
byggingarefni eru nýtt.

DEILA