Sr Hildur Björk settur sóknarprestur á Reykhólum

Sr. Hildur Björk Hörpudóttur.

Sr. Hildur Björk Hörpudóttur hefur verið sett sem sóknarprestur til að þjóna Reykhólaprestakalli til. 31. maí 2019.

Þann 1. júní næstkomandi munu Hólmavíkurprestakall og Reykhólaprestakall sameinast. Mun hið sameinaða prestakall bera heitið Breiðafjarðar- og Strandaprestakall. Sr. Hildur Björk hefur þjónað Reykhólaprestakalli í vetur. Mun hún annast fermingar á svæðinu í júní samkvæmt því sem fram kemur á vef Vestfjarðaprófastdæmis, en hvítasunnuna í ár ber upp á 9. júní.

DEILA