Óbyggðanefnd tekur fyrir Vestfirði

Óbyggðanefnd hefur það hutverk að kveða upp úrskurði um eignarhald á þjóðlendum, landi sem er í eigu ríkisins. Mál fara þannig fram að Óbyggðanefndin tekur fyrir ákveðin landssvæði og gefur fjármálaráðherra kost á að lýsa kröfum ríkisins um eignarhald á landi og jörðum á viðkomandi svæði. Síðan gera aðrir sínar kröfur og nefndin sker úr um eignahaldið. Óbyggðanefndin hefur lokið sína starfi að mestu en eftir eru svæði á Austfjörðum, Snæfellsnes og svo allir Vestfirðir.

Óbyggðanefndin hefur tilkynnt um að Barðastrandarsýsla og Strandasýsla séu komin til umferðar. Hefur fjármálaráðherra frest til 15. mars til þess að lýsa kröfum ríksins til lands í Barðastrandarsýslu. Málið er lengra komið í Strandasýslu en fjármálaráðherra hefur þegar lýst kröfum ríkisins. Þær eru næu til kynningar til 18. mars og frestur er til 25. mars að gera athugasemdir.

Að athugasemdafresti liðnum rannsakar óbyggðanefnd málið en það felur m.a. í sér gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands. Leiði sú rannsókn í ljós að einhver kunni að telja til eignarréttinda án þess að hafa lýst kröfu verður viðkomandi gefinn kostur á að gerast aðili máls, sbr. 3. mgr. 13. gr. laga nr. 58/1998.

Drangajökull verði þjóðlenda

Af hálfu íslenska ríkisins er þess krafist að sá hluti Drangajökuls, sem er innan
Árneshrepps og innan marka kröfulýsingarsvæðis 10A, , sé þjóðlenda.

Að þeim hluta Drangajökuls sem íslenska ríkið gerir þjóðlendukröfu í, liggja
eftirfarandi jarðir; Sæból í Reykjarfirði, fyrrum Grunnavíkursveit, nú Ísajarðarbær,
Skjaldabjarnarvík, Drangar og Engjanes, allar í Árneshreppi og jörðin Skjaldfönn í
fyrrum Nauteyrarhreppi, nú Strandabyggð.

Afréttarmál

Ekki er gerð að svo stöddu krafa um að afréttarsvæði verði þjóðlenda, en rakin eru í kröfulýsingunni þau svæði þar sem telja má að afréttir séu eða hafi verið samkvæmt heimildum sem vitnað er til. Ekkert afréttarland er talið vera í Árnessókn, né í Kaldrananessókn „utan í Selárdal.“ Engin lögleg afrétt í tröllatungu- og Fellsóknum. Afréttur er sagður á Melafjalli í Prestbakka- og Óspakseyrarsókn. Þessari yfirferð lýkur kröfulýsing ríkisins með þessum orðum:

„Þó framangreindar heimildir geti þess að sameiginlegur upprekstur hafi verið á
vissum svæðum, leiddi athugun íslenska ríkisins til þess að tilgreind svæði séu öll
innan landamerkja jarða, án þess að vera sérstaklega aðgreind í bréfunum.“