Nýr bátur til Drangsness

Nýi báturinn Benjamín frá Eyjum.

Nýr bátur kom í höfn á Drangsnesi 9 mars síðastliðinn. Var það Þorsteinn SH 145  frá Rifi, skipaskrárnúmer  2820. Báturinn er krókaaflamarskbátur og tæplega 15 tonn að stærð. Útgerðarfélagið Skúli ehf á Drangsnesi keypti bátinn  og á fyrir annan bát sambærilegan.  Ætlunin er að gera báða bátana út á grásleppu og línu.

Margir bæjarbúar mættu til að fagna nýjum  bát og var honum gefið Nafnið Benni ST 5  Er hann nefndur eftir Benjamín frá Eyjum, en Eyjar eru jörð fyrir norðan Drangsnes.

Ingólfur Árni Haraldsson sem verður skipstjóri, Óskar Torfason framkvæmdastjóri og Haraldur Vignir Ingólfsson sem er skipstjóri á Skúla ST 75 og silgdi bátnum heim ásamt Ingólfi.

DEILA