Hafna- og atvinnumálaráð Vesturbyggðar hefur ákveðið að nýr löndunarkrabi verði settur niður á höfninni á Brjánslæk.
Málið var rætt á fundi ráðsins í gær. Hafnarstjóri fór yfir áætlanir vegna staðsetningar löndunarkrana en á síðasta fundi ráðsins var óskað eftir nánari upplýsingum um staðsetningu hans og metið hvort hann ætti að vera staðsettur á Brjánslækjarhöfn.
Hafnarstjóri fór yfir ástand löndunarkrana á Patreksfjarðarhöfn og viðhald, áætlaðan kostnað við flutning, uppsetningu og tengingu á nýjum krana. Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinganna og með tilliti til kostnaðar við flutning, uppsetningu og tengingu var ákveðið að nýr löndunarkrani skyldi staðsettur á Brjánslækjarhöfn.
Uppsetning kranans fer fram um leið og veður leyfir á sama stað og núverand eldri löndunarkrani er staðsettur.