Matvælastofnun hefur auglýst eftir sjálfstætt starfandi dýralækni til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu á Vestfjörðum í samræmi við reglugerð nr. 846/2011. Með reglugerðinni er ætlað að tryggja dýraeigendum nauðsynlega almenna þjónustu og bráðaþjónustu við dýr á landssvæðum þar sem fjöldi dýra er takmarkaður og/eða verkefni dýralækna af skornum skammti.
Gerður verður þjónustusamningur við viðkomandi dýralækni. Samningurinn er gerður til 5 ára en með gagnkvæmum uppsagnarákvæðum. Dýralæknir sem gerir þjónustusamning skal vera með starfsstöð innan hlutaðeigandi þjónustusvæðis.
Þjónustusvæðið er: Vesturbyggð, Tálknafjarðahreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur.
Umsóknarfrstur er til 25. mars.
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir á Ísafirði hefur samkvæmt heimildum bæjarins besta sagt upp samningi sínum við Matvælastofnun og mun hætta á vormánuðum.