Mætir Hallgrímur Helgason með sextíu kíló af sólskini?

Laugardaginn 23. mars verður Hallgrímur Helgason gestur Bókasafnsins  Ísafirði  og mun hann segja frá og lesa upp úr skáldsögu sinni Sextíu kíló af sólskini, sem kom út á síðasta ári. Þetta er söguleg skáldsaga sem gerist á Tröllaskaga og í Eyjafirði í kringum aldamótin 1900. Bókin hefur fengið frábæra dóma og verið vel tekið af lesendum. Hlaut Hallgrímur Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018 fyrir sögubókina, en hann hefur oft verið tilnefndur og einu sinni áður hlotið þessi verðlaun, árið 2001 fyrir söguna Höfund Íslands.

Hallgrímur Helgason er auk þess að vera rithöfundur lærður myndlistarmaður og hefur haldið fjölmargar einkasýningar bæði á Íslandi sem erlendis. Fyrsta skáldsaga hans, Hella, kom út árið 1990 og síðan hefur Hallgrímur sent frá sér allmargar skáldsögur og hlotið ýmsar viðurkenningar. Tvær af sögum hans hafa verið kvikmyndaðar, 101 Reykjavík og Rokland.

Dagskráin hefst kl. 14:00. Allir velkomnir.

DEILA