Hval rak á land í Súgandafirði

Í gær rak hval á land í Súgandafirði. Var það búrhvalstarfur sem rak upp í Löngufjörur við Staðardal. Síðan rak hræið áfram og segir Róbert Schmidt að hvalurinn sé um 12 metra langur og líklega reki það inn í Súgandafjörð. Mikinn óþef lagði frá dýrinu. Fjölmargir lögðu leið sína í gær út í Staðardal til þess að líta á búrhvalinn.