Gunnar Torfason hefur keypt togarann Ísborg II af Arnari Kristjánssyni. Gunnar sagði í samtali við Bæjarins besta að ástæðan væri sú að báturinn Guðbjörg Sigurðardóttir íS hefði verið seld úr landi til Máritaníu og Ísborgin hefði verið keypt í hennar stað. Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS hefur verið gerð út á úthafsrækjuveiði frá 2016. Verið er að búa skipið til rækjuveiða í úthafinu fyrir Norðurlandi og sagðist Gunnar gera ráð fyrir að veiðar hæfust í byrjun apríl. Skipstjóri á Ísborginni II verður Guðbjartur Jónsson.
Fyrir allnokkru keypti Gunnar Torfason úthafsrækjukvóta af Arnari Kristjánssyni.
Gunnar Torfason sagði þetta hefði verið þungur rekstur síðustu ár en meiri kraftur hefði verið í veiðunum síðasta sumar en sumarið þar áður. Sagðist hann vera bjartsýnn á aukna veiði og batnandi afkomu.