Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS seld fyrir 61 milljón króna

Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508. Mynd:Kampi.

Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 hefur verið seld til Societe Cofrima Guinee Sarlu, Sandervalia C/Kaloum-Conakry í  Gíneu fyrir 525.000 bandaríska dollara. Það svarar til um 61 milljón íslenskra króna. Skipið er selt án aflahlutdeilda, aflamarks og aflareynslu og án vinnslubúnaðar fyrir rækju.

Ísafjarðarbæ var boðinn forkaupsréttur að skipinu með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að fallið verði frá forkaupsréttinum.

DEILA