Gréta Proppé valin í unglingalandsliðið

Gréta Proppé Hjaltadóttir, leikmaður Kkd. Vestra, hefur verið valin í 18 manna landsliðshóp U15 kvenna fyrir sumarið 2019. Mynd: Vestri.is

Gréta Proppé Hjaltadóttir, leikmaður Vestra, hefur verið valin í U15 kvennalandslið Íslands í körfuknattleik. Alls urðu 18 stúlkur fyrir valinu en íslensku stúlkurnar keppa í tveimur níu manna liðum á Copenhagen Invitational mótinu, sem fram fer í Danmörku dagana 20.-23. júní n.k.

Gréta er búsett á Þingeyri við Dýrafjörð og á því langt að sækja æfingar, sem flestar eru á Ísafirði. Þjálfarar Grétu hjá Vestra eru einkum Yngvi Páll Gunnlaugsson og Nemanja Knezevic.

DEILA