Friðun Dranga : ekki ósk hreppsnefndar

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.

Hreppsnefnd Árneshrepps hefur ekki óskað eftir því að jörðin Drangar í hreppnum verði friðlýst. Þetta upplýsir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í svari við fyrirspurn Bæjarins besta. Hún segir að jörðin sé í einkaeigu og líklega sé eigendum alveg frjálst að stefna að friðlýsingu.

Í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun þann 19. febrúar sagði hins vegar að „Umhverfisstofnun, ásamt landeigendum jarðarinnar Dranga og sveitarfélaginu Árneshreppi hefur uppi áform um friðlýsingu jarðarinnar Dranga á Ströndum“.

Það virðist því vera ónákvæmni af hálfu Umhverfisstofnunar að segja að Árneshreppur hafi upp áform um friðun jarðarinnar. Eva segir ennfremur að sveitarstjórn hafi viljað fylgjast með framvindu málsins og hafi því samþykkt að tilnefna fulltrúa í samráðsnefnd sem ætlað er að  vinna drög að friðlýsingarskilmálum og leggja fyrir rétthafa lands og aðra sem hagsmuna eiga að gæta.

DEILA