Flokkun sorps í Ísafjarðarbæ: Glersöfnun er hafin

Nú er tækifæri til að taka sorpflokkun skrefi lengra, Ísafjarðarbær mun setja upp söfnunarstöðvar fyrir gler sem ekki ber skilagjald. Þar má nefna krukkur og matar-, olíu- og edikflöskur svo eitthvað sé nefnt. Söfnunarstöðvum verður á næstu dögum komið upp á eftirtöldum stöðum:

  • Landsbankaplanið á Ísafirði við hlið pappírsgáms
  • Við Bónus á Skeiði
  • Við hafnarvog á Suðureyri
  • Við sundlaug á Flateyri
  • Við sundlaug á Þingeyri
  • Við flöskumóttökur (t.d. Vesturafl á Ísafirði)

Ílát skulu vera tóm og lok af þeim eiga að fara í viðeigandi endurvinnslu (málmur eða plast). Mikilvægt er að glerið fari laust í gáminn, ekki í pokum. Til að koma í veg fyrir óþarfa fnyk er góð hugmynd að skola úr glerílátunum áður en þeim er safnað.

DEILA