Landsbjörg sendi björgunarsveit frá Þingeyri til þess að bjarga tveimur erlendum ferðamönnum úr sjálfheldu upp á Hrafnseyrarheiði á mánudagskvöldið.
Ferðamennirnir voru á suðurleið og voru komnir áleiðis upp á Dynjandisheiði þegar leiðin var lokuð. Sneru þeir þá við en þegar þeir voru komnir aftur upp á Hrafnseyrarheiði var leiðin norður lokuð vegna mikils snjóflóðs í Kinninni. Að sögn Halldórs Óla Hjálmarssonar svæðisstjóra Landsbjargar var flóðið mjög stórt, líkleg aum 150 metra breitt.
Vegna slæms símasambands á heiðinni urðu ferðamennirnir að snúa aftur og keyra að Hrafnseyri til þess að komast í símasambands, en fært var upp á Hrafnseyrarheiðina sunnan megin frá. Ferðamennirnir biðu björgunarmanna á heiðinni og gengu svo til þeirra með sinn farangur en urðu aðskilja bílinn eftir.
Ekkert amaði að þeim.