Félag eldri borgara: Bókbandsnámskeið

Félag eldri borgara á Ísafirði heldur námskeið í bókbandi í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða nú í mars. Það er Ragnar Gylfi Einarsson bókbandsmeistari sem verður kennir bókbandið.

 

Lýsing : Námskeiðið er byrjendanámskeið í bókbandi þar sem kennt verður handbókband (grunnfalsband). Bundin verður bók í gerviefni á kjöl og hornum. Þátttakendur hafi með sér 1 eða 2 bækur í stærð um það bil A5 (sbr. árbækur Ferðafélags Íslands). Þátttakendur taki með sér hníf og skæri og ef þeir eiga fleiri tæki og tól til bókbands væri gott að þeir tækju þau með sér. Ragnar Gylfi útvegar annað efni. Kennarinn Ragnar Gylfi Einarsson

Fjöldi: Námskeiðið er fyrir 6 – 10 þátttakendur.

Staður: Naust, Hlíf 2, Ísafirði

Tími: Hefst kl. 16 föstudaginn 15. mars og lýkur kl. 16 sunnudaginn 17. mars 2019.

Verð: 40.000 kr. á þátttakanda.

Þátttaka tilkynnist Smára Haraldssyni, netfang smarihar@gmail.com eða í síma 862 4017.

Skráningarfrestur er til 8. mars.

Athugið að fjöldi er takmarkaður.

Námskeiðið er haldið í samvinnu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða

og Félags eldri borgara á Ísafirði og nágrennis.

Ragnar Gylfi Einarsson bókbandsmeistari.
DEILA