Enn er fiskeldið kært – nú til ÚUA

Skipulagsstofnun er í Borgartúni 7b.

Í gær barst til Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál kæra frá Landssambandi veiðifélaga vegna laxeldisins í Arnarfirði og Patreksfirði.

Kærð er meðferð Skipulagsstofnunar ríksins  sú málsmeðferð Skipulagsstofnunar ad taka til meðferðar nýja frummatsskýrslu Fjarðalax og Arctic Sea Farm um 14.500 tonna framleiðsluaukningu á laxi í Patreks- og Tálknafirði. Telur Landssamband veiðifélaga að þessi málsmeðferð sé brot á rétti almennings. Gerð er krafa um að málsmeðferðin verði ógilt og að fram fari nýtt umhverfismat frá upphafi. Undir kæruna skrifar Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.

Þesis málsmeðferð kemur til af úrskurði úrskurðarnefndarinnar á síðasta ári sem felldi úr gildi  bæði starfs- og rekstrarleyfi fyrirtækjanna fyrir 14.500 tonna framleiðslu sjókvíalax í Arnarfirði og Patreksfirði. Gerði Alþingi breytingu á lögunum af þessu tilefni svo unnt yrði að veita leyfi til bráðabirgða meðan annars vegar unnin var samanburður á öðrum kostum en sjókvíaeldi við sjókvíaeldið og hins vegar meðan fyrirtækin skytu málinu til dómstóla og fengu niðurstöðu þar.

Verði orðið við kröfu Landssambands veiðifélaga mun það tefja verulega úrbæturnar á leyfunum þar sem það getur tekur 2 – 3 ár að fara í gegnum nýtt umhverfismatsferli og á þeirri leið verða tækifæri til þess að leggja fram athugasemdir og kærir sem myndu tefja ferlið enn frekar. Landbúnaðarráðherra hefur hins vegar aðeins heimild samkvæmt lagabreytingunni til þess að veita bráðabirgðaleyfi í takmarkaðan tíma.

Hafa nokkur kærumál sprottið af þessu sem hafa m.a. verið rekin fyrir dómstólum. Nú síðast var greint frá klögumáli Landverndar til eftirlitsnefndar Árósasamningsins.

 

DEILA