Dýrafjarðargöng – Framvinda í viku 12

Mæling á klöpp þar sem fyrstu sökklar vegskálans í Dýrafirði eiga að koma.

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í viku 12 við vinnu Dýrafjarðarganga.

Í viku 12 voru grafnir 70,0 m í göngunum Dýrafjarðarmeginn auk 18,5 m í neyðarrými, samtals 88,5 m. Lengd ganganna í Dýrafirði var í lok vikunnar 1.403,0 m sem er 85,4 % af leggnum sem er eftir og er búið að grafa í heildina 95,5 % af göngunum. Eru núna 240,4 m að gegnumbroti.

Í vikunni var útskot I klárað. Grafið var í basalti og þunnu setlagi. Efni úr göngunum var keyrt beint í veg fyrri part vikunnar en seinni part vikunnar var efninu keyrt á lager til seinni nota.

Í göngunum Arnarfjarðarmeginn var mannskapur í fríi og því engin vinna í gangi þar.

Í vegagerð Dýrafjarðarmegin var haldið áfram með sömu vinnu og verið hefur í gangi undanfarið þ.e. grjótröðun og vinnslu efnis úr Nautahjallanámu og mokstur úr skeringu en efnið úr henni hefur farið í vegfyllingu og fláafleyga.

Í Dýrafirði var efni úr göngunum notað til að hækka vegfyllingarnar næst munnanum ásamt því að unnið var við skeringar en efninu úr henni fór í fláafleyga.

Byrjað var á jarðvinnu við vegskálann í Dýrafirði.

DEILA