Dansnámskeið á Ísafirði 3.-5. apríl

Margrét Erla Maack kemur til Ísafjarðar með danstíma og fara þeir fram í Studio Dan (sem mun þessa vikuna breytast í Studio DANS!) við Hafnarstræti. Tímarnir eru miðaðir að byrjendum en eru þó þannig upp byggðir að fólk með alls kyns dansbakgrunn hefur gaman að þeim. Margrét hefur starfað sem danskennari í 14 ár í Kramhúsinu og er einn vinsælasti kennari hússins. Hún hlaut Íslensku dansverðlaunin 2014 sem besti danskennarinn.

Svona er dagskráin:

Miðvikudagur 3. apríl
19:45-20:45 Magadans
20:45-21.45 Beyoncé – Basics

Fimmtudagur 4. apríl
12-13 Beyoncé-hádegissviti
15:00-16:00 Beyoncé-unglingatími
21-22 Burlesque

Föstudagur 5. apríl
12-13 Bollywood-hádegisfjör
19:30-20:30 – Sexý Floor Work

Það eru aðeins 12 pláss í hverjum tíma, og skráning fer fram á https://tix.is/is/event/7831/

DEILA