Árneshreppur: deiliskipulag vegna Hvalárvirkjunar samþykkt öðru sinni

Hvalá. Mynd: Verkís.

Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti samhljóða í liðinni viku deiliskipulagstillögur sem nauðsynlegar eru svo undirbúningsrannsóknir vegna Hvalárvikirkjunar geti farið fram.

Hreppsnefnd hafði áður samþykkt breytingarnar þann 30. september 2018 og eru smávægilegar breytingar nú gerðar á fyrri samþykkt. En auglýsing um tillögurnar birtust  tveimur dögum of seint og varð því að endurtaka ferlið að hluta til.

Samþykkt hreppsnefndar fer nú til Skipulagsstofnunar til umsagnar áður en tillögurnar verða auglýstar að nýju.

Í  deiliskipulagstillögunni  felst m.a.:

  • Afmörkun tímabundinnar lóðar og byggingarreits fyrir starfsmannabúðir og vinnusvæði.
  • Afmörkun og umfang efnistökusvæða.
  • Vegir innan svæðisins og tenging við þjóðveg.

 

DEILA