Viðvörun um vatnsflóð vegna leysingar -há sjávarstaða

Tilkynning frá Ísafjarðarbæ:

 

Djúp lægð gengur nú yfir með hvassviðri og leysingum og þegar hún blandast saman við háa sjávarstöðu sem verður í kvöld er hætta á að flæði inn í kjallara á vissum stöðum. Við biðjum því fólk að vera vakandi og vakta sín hús, sérstaklega á þeim stöðum þar sem flóð hafa verið tíð undir þessum kringumstæðum.

DEILA