Stórtónleikar – Nýdönsk á Torfnesi

Hljómsveitin Nýdönsk.

Stórtónleikar með Nýdönsk á Torfnesi. 2. maí næstkomandi mun Nýdönsk vera með tónleika í Íþróttahúsinu á Torfnesi. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Hljómsveitin mun flytja alla sína helstu slagara í hágæða hljóðkerfi og ljósum. Öll hljómsveitin mætir til leiks.

„Eins og flestum er kunnugt þá er Fossavatnsgangan á sama tíma. Í tilefni af henni er salurinn settur upp með drapperingum, flottu ljósakerfi og hljóði. Það gefst því frábært tækifæri til að bjóða Ísfirðingum og öðrum upp á þennan frábæra viðburð og slá tvær flugur í einu höggi“ segir Benedikt Sigurðsson einn af forsvarsmönnum tónleikanna.

Miða er hægt að kaupa á tix.is og kosta þeir 5.900 kr. „Við hvetjum Ísfirðinga sem aðra að tryggja sér miða á viðburðinn þetta er einstakur viðburður hér á svæðinu“ segir Benni enn fremur.

DEILA