Sólrisuhátíð MÍ framundan

Frá sólrisuhátíðinni 2014.

Sólrisuvikunnar sem haldin verður hátíðleg í 45. skipti í næstu viku. Núna á morgun, föstudag klukkan 12 verður skrúðganga frá Menntaskólanum niðrí Edinborg þar sem að hátíðin verður sett.

Sýnt verður brot úr sólrisuleikritinu og Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri kemur og ávarpar hátíðargesti. Dagskráin fyrir vikuna sjálfa er ekki af verri endanum, bubble bolti, Meistari Jakob- uppistand, Guðný María og Slip´n´slide verður meðal annars í boði fyrir nemendur skólans, innan skóla jafnt og utan.

Í ár var farið af stað með nýtt verkefni og prentaðir voru út Sólrisutaupokar sem seldir hafa verið bæjarbúum síðastliðna daga ogmun sala standa eitthvað fram á vorið. Á pokanum er mynd sem teiknuð er af Sigríði Erlu Magnúsdóttur, nemenda við skólann.

Fimmtudaginn 7. mars verður kaffihúsakvöld í Heimabyggð þar sem fram munu koma Árný Margrét og Sígríður Erla, nemendur við skólann ásamt GDRN, tónlistarkonu.

Dagskrá Sólrisuhátíðar.
DEILA