Sjálfstæðisflokkurinn: „Á réttri leið – hittumst á heimavelli“

Nú í kjördæmaviku mun þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefja hringferð um landið undir yfirskriftinni „Á réttri leið – hittumst á heimavelli“ sem varir næstu vikur og mánuði. Alls mun þingflokkurinn heimsækja yfir 50 bæi í öllum landsfjórðungum þar sem ýmist verða haldnir fundir eða vinnustaðir heimsóttir. Þar gefst heimamönnum á hverjum stað einstakt tækifæri til að hitta þingmenn og ráðherra flokksins og ræða allt sem skiptir máli, stjórnmálin, atvinnulíf og mannlíf. Ekkert verður undanskilið og bæði horft til þess sem varðar nærsamfélagið og landið allt.

Að þessu sinni fer þingflokkurinn saman sem ein heild í öll kjördæmi í stað þess að þingmenn sinni einungis að mestu sínum eigin kjördæmum. Er það m.a. til að undirstrika að þótt þingmenn séu kjörnir til setu á Alþingi fyrir eitt kjördæmi eru þeir í raun þingmenn alls landsins og mikilvægt að þeir kynnist þeim málum sem mest brenna á fólki, á hverjum stað og í hverju kjördæmi. Fundirnir verða óformlegri en oft áður og munu allir þingmenn taka virkan þátt í hverjum fundi með spjalli við fundarmenn.

Dagskráin fyrir Vestfirði er þessi:

FÖSTUDAGURINN 29. MARS

Bolungarvík – 19:30
Ráðhússalnum

LAUGARDAGURINN 30. MARS

Ísafjörður – 12:00
Hótel Ísafjörður

Flateyri – 16:00
Lýðháskólinn á Flateyri

Súðavík – vinnustaðaheimsóknir

SUNNUDAGURINN 31. MARS

Tálknafjörður – 15:00
Veitingastaðurinn Hópið, Hrafndalsvegi

Patreksfjörður – 16:30
Félagsheimilið, Aðalstræti 107

Bíldudalur – vinnustaðaheimsóknir

DEILA