Sigurður Jón Hreinsson: ríkið ekki góður eigandi

Sigurður Jón Hreinsson, bæjarfulltrúi.

Tveir bæjarfulltrúar í Ísafjarðarbæ studdu ekki ályktun um áskorun á umhverfisráðherra og ríkisstjórnina að kaupa eyjuna Vigur. Það voru þau Sigurður Jón Hreinsson og Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæði af Í lista. Ályktunin var samþykkt 7:0.

Sigurður Jón Hreinsson sagði aðspurður að ríkið hefði ekki sýnt að vera góður landeigandi. „Eigandastefnan er engin og iðulega eru hagsmunir viðkomandi svæða ekki látnir ráða þegar ríkisjörðum er ráðstafað, leigðar eða seldar !“ segir í svörum Sigurðar við fyrirspurn bæjarins besta.

Þá vitnar Sigurður í ummæli oddvita D lista á fundinum þess efnis að líklegt sé að kaup ríkisins á eyjunni muni standa undir sér.

„Ef það er þannig, þá ættu kaupin að standa undir sér ef aðrir aðilar kaupa eyjuna, td sveitarfélögin eða hlutafélag í eigu heimamanna og sveitarfélganna.“ segir Sigurður Jón Hreinsson.

DEILA