Sagnabrunnur Vestfjarða: kynningu aflýst

Í dag kl 16 átti að vera kynning á vefnum Sagnabrunnur Vestfjarða í Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Kynningunni hefur nú verið aflýst þar sem ekki hefur viðrað til flugs í dag.

 

Vonandi verður hægt síðar að hafa formlega kynningu, en til stóð að Kjartan Ólafsson fyrrv ritstjóri og alþm. myndi opna vefinn „Sagnabrunnur Vestfjarða“, sem stofnaður hefur verið af prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar við Háskóla Íslands og Safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri.

DEILA