Píratar ráða þrjá nýja starfsmenn

Frá vinstri: Hans Benjamínsson, Berglind Jónsdóttir og Róbert Ingi Douglas.

Píratar hafa ráðið í þrjár nýjar stöður hjá flokknum. Berglind Jónsdóttir hefur verið ráðin kynningar- og miðlunarstjóri Pírata, Róbert Ingi Douglas sem upplýsingastjóri og Hans Benjamínsson sem skrifstofustjóri. Þau vinna öll á skrifstofu Pírata, ásamt Erlu Hlynsdóttur framkvæmdastjóra flokksins, og mynda sem heild öflugt teymi sem mun styrkja starf Pírata um allt land.

BERGLIND JÓNSDÓTTIR

Berglind hefur m.a. unnið sem sérfræðingur í samfélagsmiðlum hjá Vodafone, þar sem hún vann einnig sem hönnuður, auk þess sem hún hefur unnið fyrir auglýsingastofur og stýrt verkefnum fyrir aðila eins og Unicef og Landssamtökin Þroskahjálp.

RÓBERT INGI DOUGLAS

Róbert Ingi Douglas hefur hefur starfað sem leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi frá árinu 1999 til dagsins í dag og er þekktastur fyrir kvikmyndirnar Íslenski draumurinn, Maður eins og ég og Strákarnir Okkar. Árin 2007-2016 vann hann í Kína sem ráðgjafi í skemmtana og kvikmyndabransanum auk þess að vinna sem leikstjóri og hugmyndasmiður. Róbert var kosningastjóri höfuðborgarsvæðisins fyrir Pírata í sveitarstjórnarkosningunum síðast liðið vor.

HANS BENJAMÍNSSON

Hans Benjamínsson starfaði áður sem aðstoðarmaður framkvæmdastjóra Pírata.

Hans er með MBA-gráðu frá Coventry University. Lengst af hefur hann starfað hjá íslenskum orkufyrirtækjum eða fyrirtækjum tengdum þeim, til að mynda Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun Power og Orkusýn.

DEILA