Nýr formaður í Sögufélagi Ísfirðinga

Á aðalfundi Sögufélags Ísfirðinga 24. nóvember sl. urðu nokkrar breytingar á stjórn félagsins þar sem Magni Örvar Guðmundsson og Valdimar Gíslason gáfu ekki kost á sér til endurgjörs. Þá þurfti einnig að kjósa nýjan stjórnarmann í stað Geirs Guðmundssonar sem lést í ársbyrjun 2018. Guðfinna Hreiðarsdóttir hættir sem formaður félagsins en situr áfram í stjórn ásamt Sigurði Péturssyni sem gaf einnig kost á sér áfram.

Ný stjórn er þannig skipuð: Björgvin Bjarnason formaður, Ólafur Sigurðsson gjaldkeri, Guðfinna Hreiðarsdóttir ritari, Sigurður Pétursson meðstjórnandi og Arnheiður Steinþórsdóttir meðstjórnandi.