Nýir rekstrar aðilar Stúdíó Dan fagna árs rekstrarafmæli

Í gær var liðið rétt ár frá því að nýir aðilar tóku við Stúdíó Dan, þau Þór Harðarson og Karen Gísladóttir.

Þau segjast vera afar þakklát fyrir þann grunn sem Stefán Dan Óskarsson og Rannveig Hestnes lögðu með óeigingjörnu og samviskusömu starfi í meira en 30 ár og „við viljum halda áfram og halda merki þeirra á lofti með því frábæra fólki sem viðskiptavinir og starfsfólk Studio Dan eru. Árið hefur verið krefjandi en að sama skapi ánægjulegt“ segir Karen í samtali við Bæjarins besta.

Í tilefni afmælisins er tilboð á öllum kortum í ljós og líkamsrækt og frír aðgangur í stöðina 1 til 3 Febrúar. Ýmis tilboð verða svo í gangi fyrstu vikuna í febrúar.

Gerðar nokkrar endurbætur og virðist sem viðskiptavinum stöðvarinnar falli breytingarnar vel í geð og iðkendum fjölgað að sögn Karenar.

Stöðin er opin flesta daga ársins eða frá kl. 05.45 -21.0 á virkum dögum, 09.00-16:00 á laugardögum og 10:00-16:00 á sunnudögum.

Boðið er upp á opna hóptíma bæði morgna, seinnipart dags og kvöld.

Einnig eru lokuð karla og kvenna námskeið, einkaþjálfun Brasilísk jiu Jitsu fyrir krakkana og margt fleira.

Flestir ættu því að finna sér eitthvað við sitt hæfi.

Núna í febrúar munu svo bætast við nýir tímar í töfluna svo sem Zumba, Fit Pilates, Foam Flex og fleira. En þeim tímum verða gerð nánari skil á Facebook síðu stöðvarinnar þegar nær dregur.

Stöðin býður einnig upp á ljósabekki, æfingafatnað og fæðubótaefni í úrvali.

Því um að gera að fylgjast vel með á facebook síðu Studio Dan https://www.facebook.com/studiodan1/

DEILA