Á morgun, laugardag, kl 10 verður í fyrsta sinn umræðufundur í heita pottinum í Sundlaug Bolungavíkur. Hefur fundurinn hlotið nafnið Milliliðalaust. Magnús Már Jakobsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæ segir að Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga ríði á vaðið. Munu gestir geta spurt Finnboga, ja kannski ekki spjörunum úr, en það verður skotleyfi á hann, segir Magnús Már.
Þetta er enn ein nýjungin sem bryddað er upp á í Musteri vatns og vellíðunar í Bolungavík.
Það er af nógu að taka, svo sem verða verkföll, hvaða kröfur á að setja á oddinn o.s.frv.