Lýðháskólinn: sjálfseignarstofnun um nemendagarða

Frá aðalfundi Lýðháskólans á Flateyri. Mynd: Runólfur Ágústsson.

Aðalfundur Lýðháskólans á Flateyri var haldinn á laugardaginn. Stjórninn var endurkjörinn með einni breytingu þar sem Daný Arnalds gekk ur stjórninni og tók sæti í varastjórn. Hennar sæti tók Vigdís Erlingsdóttir. Aðrir í stjórninni eru Runólfur Ágústsson, formaður, Óttar Guðjónsson, gjaldkeri, Ívar Kristjánsson og Þórdís Sif Sigurðardóttir.

Helsta mál fundarins sneri að húsnæðismálum. Samþykkt var að stofna sjálfseignarstofnun um nemendagarða. Fasteignir ríkisins hafa auglýst til sölu húsnæði heilsugæslunnar á Flateyri sem er um 300 fermetrar að stærð og er á tveimur hæðum. Ísafjarðarbær á 15% af húsnæðinu og hefur hug á að kaupa hlut ríksins.  Áformin lúta að því að Lýðháskólinn kaupi húsnæðið svo af sveitarfélaginu og að sjálfseignarstofnunin eigi það og reki. Þar verði síðan húsnæði fyrir nemendur. Runólfur Ágústsson,stjórnarformaður segir að þar yrðu væntanlega 10 – 12 herbergi. Tekin yrðu lán til að kaupa húnsæðið og gera nauðsynlegar breytingar sem yrði svo endurgreitt með gjöldum nemenda.

Að sögn Runólfs eru um 30 nemendur við skólann. Búist er við því að þeim gæti fjölgað um 10 í haust.

DEILA