Ísafjörður: húsnæði leigt til 15 ára fyrir Hvestu

Ísafjarðarbæ hefur tekið á leigu húsnæði í Aðalstræti 18 undir starfsemi Hvestu.  Eigandi húsnæðisins er fyrirtækið Apto ehf Ísafirði. Leigt er alls 432 fermetrar á tveimur hæðum. Gerðar verða breytingar á húsnæðinu sem kosta 27 milljónir króna fyrir afhendingu 15. maí 2019.

Leigutíminn er 15 ár og er samningurinn óuppsegjanlegur en bærinn hefur forgang til áframhaldandi leigu að leigutímanum liðnum. Umsamið leiguverð er 660.759 kr/mán verðtryggt miðað við breytingu á vísitölu neysluverðs.

DEILA