Hólmadrangur: greiðslustöðvun framlengd til 30. apríl

Viktoría Rán Ólafsdóttir flytur ávarp á 120 ára afmæli Kaupfélags Steingrímsfjarðar.

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum hefur framlengt greiðslustöðvun Hólmadrangs ehf til loka apríl 2019. Ekki er mögulegt að framlengja frekar greiðslustöðvun og ræðst því framtíð fyrirtækisins þegar þessu tímabili lýkur.  Hólmadrangur ehf er að jöfnu í eigu Kaupfélags Steingrímsfjarðar og Fish Seafood á Sauðárkróki.

Viktoría Rán Ólafsdóttir, kaupfélagsstjóri segir að rækjuverksmiðjan sé í fullum rekstri og starfsmenn eru 21. Rækjan er ekki keypt heldur unnin í verktöku og vottun Hólmadrangs ehf nýtt til þess að selja rækjuna á markað í Evrópu, einkum Bretlandi.

Frá því að Hólmadrangur fékk greiðslustöðvun hefur tekist að lækka afurðalán verulega. Þau voru um 500 milljonir króna en eru nú um 140 milljónir króna. Þá hefur tekist að greiða nauðsynleg útgjöld svo sem laun og eiga afgang sem runnið hefur inn á sérstakan reikning sem mun svoverða notaður til þess að gera upp við kröfuhafa. Inn á reikningnum eru tugir milljóna króna segir Viktoría Rán. „Þetta lítur ágætlega út og ég er hóflega bjartsýn“ segir Vikoría Rán Ólafsdóttir, kaupfélagsstjóri.

DEILA