Hið jákvæða við útreikninga á áti hvala

Nýlega, í grein í Fréttablaðinu 22. janúar, gerði stjórn Vistfræðifélags Íslands alvarlegar athugasemdir við meðferð upplýsinga um áhrif hvala á lífríki sjávar í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Þar kom m.a. fram að hvalir væru miklir áburðardreifarar og veiðar á þeim myndu fjarlægja orku og næringarefni úr vistkerfinu, eins og stjórnarmenn segja í greininni:

„Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að endurkoma hvala inn á ákveðin svæði getur haft jákvæð áhrif á frumframleiðni sem eykur frekari framleiðslugetu og fjölbreytileika innan vistkerfa. Þannig er úrgangur frá hvölum, sem er ríkur af snefilefnum, svo sem köfnunarefni, fosfór og járni, mikilvægur plöntusvifi, sem er undirstaða vistkerfa sjávar. Einnig eru hvalhræ sem falla til botns mikilvægur hluti botnvistkerfa, sérstaklega í djúpsjó….“

„Hvalir eru hluti af flæði orku um fæðuvef sjávar og gegna afar mikilvægu hlutverki í hringrás næringarefna. Það sem þeir éta skilar sér að mestu aftur út í náttúruna t.d. í úrgangi og hræjum af dauðum dýrum. Fiskveiðar mannsins fjarlægja hins vegar orku og næringarefni út úr vistkerfinu sem skilar sér ekki til baka. Því er ekki hægt að bera saman afrán hvala og manna út frá orkuþörf líkt og var gert í skýrslunni.“

Jón Kristjánsson, fiskifræðingur.
Sigurjón Þórðarson, líffræðingur.

Þetta eru nokkuð djarfar ályktanir því ætla má að það sem fjarlægt er úr hafinu skili sér aftur í sjóinn í gegn um skolpræsin. – Í tilefni þessara skrifa birtum við félagarnir grein í Mogga í síðustu viku:

Umræðan um gríðarlega mikið át hvala á fiski á hafsvæðinu í kringum Ísland hefur fyrst og fremst snúist um hvort að fækkun hvala leiddi sjálfkrafa til þess að fiskistofnar stækkuðu og þar með afli nytjastofna. Hagfræðingar Háskóla Íslands virðast líta á vöxt og viðgang fiskistofna, rétt eins og um væri að ræða einhverja summu inn á bankabók Landsbankans. Þeir virðast horfa á lífríkið með þeim augum að  ef selur étur 10 þorska þá sé hægt að draga þá frá þeim höfuðstólnum í hafinu og þar með þurfi að skera niður leyfilegan heildarafla í þorski um þessa 10 þorska.  Staðreyndin er sú að vistkerfi hafsins lýtur ekki sömu lögmálum og bankabókin, þar sem að fækkun í fiskistofni leiðir sjálfkrafa til aukins fæðuframboðs og vaxtar þeirra fiska sem eftir verða.

Þeir sem hafa mótmælt kjánalegri ofureinföldun Hagfræðistofnunar hafa hingað til ekki beint sjónum sínum að því að afrán hvala á fiski dregur úr öðrum þéttleikaháðum afföllum. Þeir fiskar sem ekki eru étnir losna við samkeppni þeirra sem voru étnir um fæðu og ættu því að vaxa hraðar en ella.

Þá er beinlínis fráleitt að ætla  að næringarefni í úrgangi hvala hafi einhver teljandi áhrif á frumframleiðslu í hafinu í kringum Ísland eins og einhverjir hafa bent á.  Í fyrsta lagi fer frumframleiðslan aðeins fram í allra efsta lagi sjávar þar sem áhrif sólarljóss gætir mest. Á sumrin þegar framleiðslan er hve mest er hafið lagskipt þar sem heitur sjór er eðlisléttari en kaldur og flýtur ofan á kalda sjónum. Þau næringarefni sem hvalurinn og lætur frá  sér þyrfti hann því að losa í yfirborðinu, annað færi einfaldlega til spillis. Öll dýr skilja út næringararefni með úrgangsefnum og það á einnig við um þau 7,6 milljónir tonna af lifverum sem hvalirnir innbyrða og því barnalegt að horfa á úrgang hvala sem einhverja viðbót við ólífræn næringarefni sem plöntusvsifið getur nýtt sér.

Það að Hafró áætli að hvalurinn éti um Þrefalt meira magn af fiski úr hafinu í kringum Ísland en íslensk fiskiskip veiða, gefur augljóslega til kynna að reiknilíkanið sem Hafró notast við í sinni veiðiráðgjöf sé kolrangt. vöxt og viðgang fiskistofna.

Góðu fréttirnar

Hið afar jákvæða við útreikninga á áti hvala sýnir svart á hvítu að veiðiráðgjöf Hafró  á umliðnum áratugum er allt of íhaldssöm og útreikningarnir benda eindregið til þess að hægt sé að veiða mun meira úr helstu nytjastofnum þjóðarinnar en nú er gert  .

Reiknilíkanið sem Hafró notast við gerir ráð fyrir að  að náttúrleg afföll, þ.e. það sem drepst vegna hvala, sela, sjúkdóma og áti annarra fiska sé svipað og fiskiskip veiða árlega. Með upplýsingum um hið mikla fiskát hvala staðfestir Hafró að náttúrulegur dauði er talsvert meiri en forsendur þeirra gera ráð fyrir, sem ætti að segja öllum vísindamönnunum á Hafró að fiskistofnarnir sem um ræðir eru miklu mun stærri en stofnunin gerir ráð fyrir í sínum útreikningum og að áhrif veiða á fiskistofnana séu stórlega ofmetin.

Þorskurinn lendir ekki bara í hvalsmögum heldur rennur hann út af bankabókinni í fæðuleit, því skv. nýjum rannsóknum Norðmanna var  um þriðjungur þorsks sem nýlega veiddist við Jan Mayen af íslenskum uppruna.

Jón Kristjánsson, fiskifræðingur

Sigurjón Þórðarson, líffræðingur

DEILA