Engin fjölgun hjúkrunarrýma á Vestfjörðum á næstu árum

Frá undirritun samnings um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík 22. febrúar sl.

Fram kemur í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi að hjúkrunar- og dvalarrýmum muni ekki fjölga á Vestfjörðum fram til 2023. Í svarinu kemur fram að rýmum hefur fjölgað um 11 á Vestfjörðum frá 2009.Á árunum 2015 og 2016 voru tekin í noktun hjúkrunarrými í Bergi í Bolungavík og á Eyri á Ísafirði.

Rýmunum mun fjölga um hartnær 600 á þessu árabili. Raunar hefur meira verið byggt þar sem allmörg rými hafa verið aflögð. Síðustu 10 ár hafa 302 rými verið aflögð og gert er ráð fyrir að 120 rými verði aflögð á næstu fjórum árum til viðbótar.

DEILA