Bolungavík með í endurreisn afreksíþróttasviðsins

Bæjarráð Bolungavíkur hefur samþykkt að taka þátt í kostnaði við afreksíþróttasvið innan Menntaskólans á Ísafirði. Hlutur Bolungarvíkurkaupstaðar er um 500 þúsund krónur af 2,5 milljóna króna styrkbeiðni frá Menntaskólanum til sveitarfélaganna. Áður hefur komið fram að Ísafjarðarbær mun standa að stuðningi við afreksíþróttasviðið.

DEILA