Blaklið Vestra á sigurbraut

Karla- og kvennalið Vestra spiluðu tvo útileiki hvort um síðustu helgi. Skemmst er frá því að segja að allir leikir unnust. Vestri trónir því á toppnum í 1. deild karla, og stelpurnar eru komnar í 2. sæti. Aldeilis góður árangur og það verður spennandi að fylgjast með næstu leikjum.

Karlalið Vestra dróst á móti úrvalsdeildarliði HK í 8 liða úrslitum í bikarnum. Vestri fær heimaleik en ekki er búið að setja leiktímann. HK er í 2. sæti úrvalsdeildarinnar og því er ljóst að leikurinn verður erfiður fyrir Vestra, en enginn skyldi þó vanmeta strákana okkar á góðum degi!

DEILA