Arctic Smolt fær fær rekstrarleyfi í Tálknafirði

Matvælastofnun hefur gefið út rekstrarleyfi til Arctic Smolt til fiskeldis að Norður-Botni í Tálknafjarðarhreppi í samræmi við lög um fiskeldi. Um er að ræða breytingu á eldra rekstrarleyfi fyrirtækisins úr 200 tonnum í 1.000 tonna eldi á laxa- og regnbogasilungsseiðum á landi. Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. 4. gr. laga nr. 71/2008 um fiskeldi og fer um kærufrest og kæruaðild skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamála.
Seiðaeldisstöð Arctic Smolt í Tálknafirði sér laxeldi móðurfyrirtækisins Arctic Fish fyrir seiðum. Stöðin var  meira en þrjú og hálft ár í byggingu og kostaði yfir þrjá milljarða króna.
Laxahrognin klekjast í fyrsta áfanga seiðaeldisstöðvarinnar, eru þar í 8-10 vikur áður en þau flytjast í startfóðrunardeild. Startfóðrunareiningin getur tekið á móti þremur milljónum seiða. Með því að stýra hitastigi vatnsins er hægt að stýra vexti seiðanna og tímasetja hann, miðað við hvenær þau eiga að fara út í sjó. Að jafnaði starfa um 12 manns í seiðaeldisstöðinni og 3 – 4 vinna að uppbyggingu stöðvarinnar.
DEILA