Arctic Fish: nýtt fóðurskip Mýrafell

Nýja fóðurskipið Mýrafell.

Um helgina fékk Arctic Fish afhent glænýtt fóðurskip afhent sem hefur fengið nafnið Mýrafell, en það er fell í norðanverðum Dýrafirði.

Til sýnis í dag á Þingeyri

Í dag  mánudaginn 11. febrúar á Þingeyri  verður hægt að skoða skipið á milli klukkan 16 og 18. Heitt á könnunni og kleinur í boði.

Fóðurskipið hefur hlotið nafnið Mýrafell og verður staðsett á svæði Arctic Fish í Eyrarhlíð þar sem það kemur til með að þjónusta 12 sjókvíar.

Nánar um Mýrafell:
AC 450 comfort
Kemur frá Akva Group
Smíðað í Tallinn
Tekur 450 tonn af fóðri

Með fóðurskipinu verður Arctic Fish með nýjustu gerð af fóðurkerfi og byggist kerfið upp af þráðlausum myndavélum sem staðsettar eru á og ofan í kvíum. Myndavél ofan í svo hægt sé að fylgjast náið með fóðurgjöf og önnur ofan á sem yfirlitsmyndavél.

Mýrafell er með sjórnstöð, skrifstofurými, fyrsta flokks starfsmannaaðstöðu þar sem finna má klósett, sturtu, eldhús og verkstæði.

DEILA