Það varð meiri fækkun íbúa í Vesturbyggð á síðasta ár en gert hafði verið ráð fyrir. Í forsendum fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir að fjöldi íbúa á árinu 2019 yrði 1.025, en samkvæmt tölum Þjóðskrár voru þeir 998. Flestir urðu íbúðar á síðasta ári 1.042.
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri var innt eftir skýringum.
„Við höfum verið að fylgjast með þessu og sjáum ekki aðrar skýringar en að um sé að ræða einstaklinga sem hafa flutt brott sem og breytingar á lögheimilisskráningu einstaklinga sem ekki hafa haft fasta búsetu í sveitarfélaginu í einhvern tíma. Þá sýnist okkur að einhverjir hafi séð tækifæri í hækkuðu fasteignaverði í sveitarfélaginu, selt húsnæði sitt og flutt burt en þá er oft um að ræða hjón sem hafa verið að komast á eftirlaunaaldur með uppkomin börn. Aldurssamsetningin hefur því verið að breystast sem lýsir sér í fjölgun nemenda á grunn- og leikskólaldri. Það er ekki samdráttur í fiskeldinu sem skýrt getur þessa fækkun íbúa. Sveitarfélagið mun á næstu dögum senda hvatningu til rekstraraðila í sveitarfélaginu að þess sé gætt að lögheimili þeirra starfsmanna séu örugglega rétt skráð.“