Vestri mætir toppliði Þórs

Á morgun, föstudaginn 25. janúar, mætir Vestri liði Þórs frá Akureyri í 1. deild karla hér heima á Jakanum. Strax að leik loknum fer fram leikur stúlknaflokks Vestra gegn sameiginlegu liði Fjölnis, ÍR og Skallagríms.

Þórsarar verma efsta sæti deildarinnar og hafa aðeins tapað einum leik í vetur en Vestramenn sem sitja í 5. sæti eru staðráðnir í að stöðva sigurgöngu Þórsara á Jakanum.

Nú þurfa strákarnir á stuðningi áhorfenda að halda! Við hvetjum alla til að mæta á Jakann.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Jakinn-TV að vanda.

Því miður verða grillmeistarar Körfuknattleiksdeildar Vestra í fríi að þessu sinni en sjoppa Barna- og unglingaráðs verður á sínum stað með góðgæti.

Áfram Vestri!

DEILA