Vegamálin í Reykhólasveit: Er það gamaldags ?

Komið þið sæl og blessuð, þann 3 jan setti ég pistil á síðuna hjá mér, hann fékk mikil viðbrögð og rúmlega 150 athugarsemdir af því tilefni set ég þessa athugarsemd sem ég setti á þann þráð sem þar spannst hér einnig sem nýjan pistil og til hugleiðingar fyrir þá sem áhuga hafa á .

Sæll og blessaður já og gleðilegt ár Jón Atli Játvarðsson
og þið öll, ég vil byrja á að segja að ég get ekki annað en dáðst að því hversu duglegur Jón þú ert að hamra á lyklaborðið hverja athugarsemdina á fætur annarri.


Ég hef nú verið að fylgjast með þessari umræðu hér á minni síðu en varla komist að fyrir áhuga ykkar hinna, sem er bara hið besta mál, nema mér hefur þótt leiðinlegt að sjá að menn eru farnir að nota ljótt orðbragð, farnir að hnýta hvorir í aðra aðallega sumir, það er ekki gott, en sannar það sem ég sagði hér að ofan í mínu innslagi, þetta mál er komið í þann farveg að ala á ekki bara sundrung meðal Vestfirðinga heldur einnig eru samskipti manna að færast niður fyrir frostmark, já þá helst í Reykhólasveit, já í þeirri sveit sem sveitarstjórnin talar um að þeir hafi fram að færa „sáttaleið“.


Ég hef verið í sambandi við marga íbúa í Reykhólasveit og margir hringt í mig á síðustu dögum, hef orðið var við það að mikil ólga er þar undir niðri.
Annað vil ég segja við þig Jón Atli Játvarðsson, þú segir í einni af athugarsemdum þínum á minni síðu, tilvitnun hefst„finnst mér eins og ég sé að gera mig að fífli með að skrifa svo mikla visku 70 ára gamals manns inn á feisbúkksíðu jafn gamaldags manns sem Ólafur Sæmundsson er, þegar til framtíðar er horfið“ tilvitnun líkur.
Það verð ég að segja að þessi ummæli þín mun ég telja mér til tekna um ókomna tíð,Það er nefnilega þannig að þjóð sem þekkir ekki fortíð sína hún á sér ekki bjarta framtíð.
En engu að síðir langar mig að spyrja þig Jón Atli Játvarðsson sem og aðra áhugamenn um vegagerð.

Er það gamaldags að vilja að það verði lagður láglendisvegur á þeim köflum þjóðvegs 60 þar sem það er hægt og uppfyllir alla helstu öryggisstaðla sem gerðir eru í dag um vegi, já og án þess að vera að eyða meiri peningum í það en þörf er á?

Er það gamaldags að velta því fyrir sér, þegar í fyrsta skipti síðan Þingmannaheiðinn var aflögð er möguleiki að standa þannig að nýbyggingu vega án þess að verktakar þurfi að búa við það að hafa almenna umferð á vinnusvæði sínu?

Er það gamaldags að velta því fyrir sér hvers vegna menn vilja ekki nýta sér það að vegfarendur þurfi ekki að aka um vinnu svæðiverktaka, heldur vilji standa þannig að málum að verktakar og almenn umferð þurfi að deila sama vegi á meðan á framkvæmdum stendur

Er það gamaldags að velta því fyrir sér hvar við mannfólkið erum í breytunni þegar talað eru um að leyfa náttúrunni að njóta vafans.?

Er það gamaldags að velta því fyrir sér, hvers vegna það er þannig að kóngulær og krækiberjalyng gengur framar okkur mönnum þegar verið er að tala um umferðaröryggi ?

Er það gamaldags að velta því fyrir sér, hvað það er sem veldur því að samþykkt Sveitastjórnar Reykhólahrepps frá 8 mars 2018 var aldrei færð til framkvæmda?

Er það gamaldags að velta því fyrir sér, hvers vegna einkaaðilar bæði á íslandi og öðrum löndum eru farnir með peningum og öðru að hafa inngrip í hlutverk Vegagerðarinnar?

Er það gamaldags að spyrja sig og aðra hvort vegi þyngra í kostnaðarmati vegaframkvæmda, álit Vegagerðarinnar, tilfinning Sveitastjóra eða verkfræðistofu í útlöndum ? sem ekki hefur verið að vinna með þau þekktu einingarverð sem á þessum markaði eru í dag.

Er það gamaldags að íhuga orð sveitastjóra Reykhólahrepps er hann segir að kostnaður og tíma rammi á R leið og Þ-H leið sé á pari, þegar í R leiðinni er um að ræða byggingu á brú sem er, (eins og þú Jón hefur sjálfur sagt, stærri en Vegagerðin hefur áður byggt?
Hafa verðið gerðar rannsóknir á brúarstæðinu í R leiðinni? þið sem eruð fylgjandi R leið talið um hinar ýmsu hæðir undir þá brú, það hljóta að þurfa að fara fram ýtarlegar rannsóknir á ýmsu öðru en botninum, td, veðurfarslegum aðstæðum, eða hvað?

Er það gamaldags að spyrja sig , hvað ætli sé hægt að tvöfalda margar brýr fyrir mismuninn á kostnaði á Þ-H leið og R leið ? Það vita allir að R leið er dýrari, spurning hvort það eru fjögur eða sex þúsundmilljónir.

Er það gamaldags að velta fyrir sé orðum þínum Jón Atli og annar, að Djúpidalur og fólkið sem þar býr skipti engu máli í heildarmyndinni ?

Á það þá einnig við um aðra íbúa Vestfjarða ?

Er það gamaldags að velta því fyrir sér hvernig fimm manna sveitastjórn í hreppi sem telur um 190 kjósendur, hafi vald yfir málaflokki sem varðar nágrannasveitarlög mikið meir, en þau telja rúmlega 5 þúsund kjósendur ?

Er það gamaldags að velta því fyrir sér hvað sé eðlilegt að sveitarfélög séu lítil ?

Er það gamaldags að velta því fyrir sé hvaða augum þeir sem eru með ferðaþjónustu á svæðinu lýti þetta mál ?

Er það gamaldags að velta því fyrir sé að sveitarstjórn vilji ganga á land bænda sem þeir eru að nytja, og skerða þar með möguleika þeirra til frekari uppbyggingar ?

Er það gamaldags að velta því fyrir sér hvort sé líklegra til sátta að skerða land bænda , já land sem er í notkun , eða land frístundahúsa eigenda ?

Er það gamaldags að íhuga hvað sveitastjóra gangi til er hann lýsir því yfir einum mánuði fyrir fund hreppsnefndar, hvaða samþykkt þar verði gerð þs. 16. jan?

Er það gamaldags að velta fyrir sér, hvað geti valdi því að sveitastjóri hafi ekki látið svo lítið að fara út að Stað og horfa með landeigendum yfir það svæði sem hann ætlar undi vegstæði , já og heyra skoðun þeirra?

Er það gamaldags að spegulera í því, hvað geti valdið því að Sveitastjóri eða sveitastjórn svari ekki erindum og spurningum landeiganda í Reykhólasveit, sem mjög vandlega eru settar fram, bæði opinberlega og beint í tölvupósti af td. Helgi Jensson ?
Honum hefur ekki verið svarað, það veit ég.

Er það gamaldags að velta því fyrir sér hvers vegna ein lög Þs. skipulagslög / varðandi framkvæmdalyfi eru heilög og skuli fylgt í Reykhólahreppi, en á sama tíma láta sveitastjórnarmenn sem Vegalög muni ekki gilda ?

Er það gamaldags að spyrja sig að því hvers vegna sveitastjórn Reykhóla vill koma allri umferð/ þungaumferð gegnum kyrrlátt sveitarþorp, meðfram og yfir vatnsverndarsvæði, og yfir friðlýst æðarvarp ?

Er það gamaldags að velta því fyrir sé hvort það hafi verið skammsýni i íbúum Þingeyrar að gera ekki kröfu um að vegurinn að gangnamunnanum á Dýrafjarðargöngum hafi ekki verið ætlað að liggja gegnum þorpið?

Er það gamaldags að spyrja sig hvort það hafi verið mistök hjá Strandabyggð að leyfa Vegagerðinni að leggja nýjan veg um Bassastaðaháls í stað þess að laga veginn gegnum Drangsnes ?

Er það gamaldags Jón Atli Játvarðsson að velta því fyrir sé að á meðan sveitarfélög eins og td. Borgarbyggð, Selfoss, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík eru öll að berjast í því að koma stofnbrautum út fyrir eða í jaðra sinna bæja, þá viljið þið fá þungaumferð gegnum hlaðið ?

Ættu þau að fá ráðgjöf hjá Reykhóla sveitastjórn ?

Jón Atli Játvarðsson ég svosem ætlast ekki til þess að þú svarir þessum spurningum frekar en þú sjálfur vilt, það verða eflaust einhverjir fleiri tilbúnir til þess, að öðru leyti þá óska ég þér alls hins besta, hlakka til þess að aka með þér um Þ-H leið þegar þar að kemur.

Áfram veginn.


kv Óli Sæm

frá Patreksfirði