Unnið að framkvæmd byggðaáætlunar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vinnur í samstarfi við stýrihóp Stjórnarráðsins um byggðamál, landshlutasamtök sveitarfélaga og fleiri aðila, að framkvæmd stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018 til 2024.

Áætlunin lýsir stefnu ríkisins í byggðamálum og er ætlað að stuðla að jákvæðri þróun byggða um land allt og bæta skilyrði til búsetu segir í tilkynningu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

Meginmarkmið hennar er að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt. Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.

54 aðgerðir byggðaáætlunar

Áætlunin er um 54 aðgerðir og verða 30 þeirra fjármagnaðar af byggðalið fjárlaga, samtals að upphæð 3,5 milljarðar á tímabilinu.

Kostnaður við áætlunina verður umtalsvert meiri en það fjármagn sem kemur af byggðalið fjárlaga. Með samþættingu við aðrar opinberar áætlanir verður hægt að fjármagna aðgerðir.

160 milljónum úthlutað úr samkeppnissjóðum

Sérstök valnefnd hefur verið skipuð sem annast mat á umsóknum um styrki á grundvelli byggðaáætlunar, en hana skipa þau Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Magnús Karel Hannesson, fv. starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, sem var formaður. Með valnefnd starfa Jóhanna Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í ráðuneytinu og Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun.

Á árinu 2018 var auglýst eftir umsóknum um styrki vegna þriggja aðgerða byggðaáætlunar þ.e. sértækra verkefna sóknaráætlana, fjarvinnslustöðva og verslunar í strjálbýli. Alls var úthlutað 160 m.kr. til 19 verkefna á grundvelli aðgerðanna þriggja.

skipting fjárheimilda 2019 og nýjar auglýsingar
Á næstu dögum mun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra birta yfirlit yfir skiptingu fjármuna byggðaáætlunar eftir aðgerðum og einstökum verkefnum á sviði byggðamála, á grundvelli framangreindra reglna og með vísan til fjárheimilda

 

DEILA