Strandabyggð. Framkvæmdir vegna Hitaveitu fara af stað nú í janúar

Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri í Strandabyggð segir að framkvæmdir við hitaveitu á Hólmavík fari af stað í þessum mánuði með frekari þolprófun á svæðinu.  Þegar niðurstaða þeirra rannsókna liggur fyrir, ræðst framhaldið.  Við vonum vissulega að niðurstaðan gefi tilefni til þess að halda áfram með verkefnið segir Þorgeir. Gert er ráð fyrir 5 milljóna króna framlagi til verksins í fjárhagsáætlun fyrir 2019.

Helstu framkvæmdir ársins verða við íþróttamiðstöðina 14 mkr., 8 mkr við ljósleiðara yfir í Ísafjarðardjúp og götur og gangstéttir 8,5 milljónir króna.

Yfirlit yfir fjárfestingar 2019:

Fjárfestingar skráðar í áætlun
Eignasjóður:

 Lántaka 40.000.000 í eignarsjóði.

 Leikskóli-hönnun, málun utanhúss/innanhúss, vinna í lóð, girðing, leiktæki kr.5.000.000  Grunnskóli-viðhald húsnæðis, aðgengi, öryggismál v.eldvarna, skápar v. náttúrufræði. kr. 2.000.000.

 Félagsheimili-uppþvottavél, fellanleg borð skv. samningi, gólfefni félagsstarf, ljósleiðari. kr. 2.000.000.

 Íþróttamiðstöð-kjallarahurð m.rampi, lagnavinna, nýtt efni á potta og vaðlaug, flotun á bakka, ljósleiðari og myndavélakerfi, 14.000.000.

 Götur-Yfirlögn Lækjartún, Austurtún, Miðtún að hluta, Vesturtún og Vitabraut. Gangstétt við Þróunarsetur. 8.500.000.

 Opin svæði- Hönnun skv. samningi við Verkís. kr. 2.000.000.

 Réttir- Nýbygging í stað Staðarréttar. kr. 4.500.000.

 Eignasjóður-Þróunarsetur, viðhald húsnæðis, gluggamálun og fl. kr. 500.000.  Eignasjóður-Bragginn,endurbætur þ.e.niðurrif á jötum og fl. kr. 1.500.000.

Veitustofnun:

 Fjármögnun, eigið fé og styrkir

 Ljósleiðari í Djúp, kr. 8.000.000

 Hitaveita, prufuborun og rannsóknir kr. 5.000.000

Vatnsveita:

 Lántaka vatnsveita 8.000.000

 Bygging dælustöðvar og kaup á dælu til að auka vatnsmagn innanbæjar, kr. 8.000.000

Hólmavíkurhöfn:

 Lántaka kr. 7.000.000

 Stálþil skv. samgönguáætlun 5.000.000, öryggismyndavélakerfi kr. 2.000.000

 

DEILA