Sjóvörn í Kollsvík

Á fundi skipulags- og umhverifsráðs Vesturbyggðar í janúar var tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni um 80 metra sjóvörn  í Kollsvík framan við fornminjar í landi Láganúps. Um 1100m3 af grjóti úr vegskeringu verður notað í vörnina. Verkefnið er unnið í samráði við Vesturbyggð, Minjastofnun og landeiganda.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar samþykki Minjastofnunar liggur fyrir.

Á vefsíðunni kollsvik.is er ítarleg frásögn um verin í Kollsvík. Þar segir að Kollsvíkurver er gömul verstöð; líklega frá landnámstíð. Í jarðarbók Árna Magnússonar frá 1703 segir að heimræði sé þar árið um kring og að þar hafi til forna verið 18 vermannabúðir.

Mynd af veri í Kollsvík sem er á vefnum kollsvik.is
DEILA