Samdráttur á fasteignamarkaði á Vestfjörðum, en íbúðaverð hækkar

Nokkur samdráttur varð á fasteignamarkaði á Vestfjörðum á árinu 2018 sé tekið mið af upplýsingum á vef Þjóðskrár. Upplýsingar um veltu í desember 2018 liggja ekki fyrir, en frá nóvember 2017 til nóvembers 2018 varð veltan samtals 2.944 milljónir króna í 174 kaupsamningum. Næstu 12 mánuði þar á undan varð veltan 3.277 milljónir króna í 198 kaupsamningum. Veltan lækkaði um 10% og samningum fækkaði um 9%.

Meðalverð á kaupsamning hækkaði lítils háttar milli ára. Varð 16,9 milljónir króna en hafði verið 16,6 milljónir króna árið á undan. Hækkunin er heldur minni en nemur verðbólgu ársins.  Hafa þarf í huga að það geta verið seldar fleiri en ein eign í einum og sama kaupsamningnum, en upplýsingar um fjölda seldra fasteigna koma ekki fram. Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár eru langflestir samningarnir um sölu eigna í Ísafjarðarbær.

Íbúðaverð hækkar 10% – 16%

verð á kaupsamning vegna íbúðarhúsnæðis hækkar þó töluvert milli ára. Fyrir fjölbýli hækkar verð pr samning úr 12,5 milljónir króna upp í 13,8 milljónir króna milli ára, frá nóv-nóv. Sérbýli hækkar enn meira. Verðið var 15,2 milljónir króna en hækkaði upp í 17,6 milljónir króna. Hækkunin er 16%. Hins vegar varð veruleg lækkun á atvinnuhúsnæði pr samning. Það var 25,6 milljónir króna og lækkaði í 22 milljónir króna. Lækkunin nemur 14%.

 

DEILA