Sagnastund í friðarsetrinu í Holti

Á morgun , laugardaginn 12. janúar kl 15 verður sagnastund í friðarsetrinu í Holti. Frá 2002 hefur verið haldin menningarstund í janúar til heiðurs Guðmundi Inga Kristjánssyni skáldi frá Kirkjubóli í Bjarnadal.

Að þessu sinni verður dagskráin tileinkuð góðu fólki af Ingjaldssandi.

Farið verður með frásagnir af Guðmundi Einarssyni refaskyttu, lesin verða ljós eftir kristján Guðmundsson, Brekku og sagðar sögur af Guðmundi Ágústssyni frá Sæbóli.

Between Mountains sjá um tónlistaratriði.