ÖBÍ: Tekjuviðmið útiloka fólk frá félagslegu húsnæði

Þarna er Reykjavíkurborg að útiloka fatlað fólk, öryrkja og sjúklinga, sem eru sá hópur sem sækir helst um félagslegt húsnæði,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.

Tilefni ummælanna er nýtt álit ÖBÍ um drög að nýjum reglum Reykjavíkurborgar um úthlutun félagslegs húsnæðis.

Þuríður segir að til standi að funda með Reykjavíkurborg um málið, því ekki verði annað séð en að verði reglurnar innleiddar svona, sé verið að brjóta lög.

Í umsögn ÖBI um reglurnar segir „Tekjumörkin samkvæmt drögunum sem hér eru til umsagnar eru enn lægri eða 3.680.475 kr. sem myndi gera að verkum að rorkulífeyrisþegar með engar aðrar tekjur en lífeyri almannatrygginga eru yfir tekjumörkum fyrir félagslegt leiguhúsnæði.“  þetta er hópur sem er í bráðum húsnæðisvanda, sem hefur aukist hin síðustu ár.