Norska sjávarafurða ráðið spáir því að heimsframleiðsla á eldislaxi muni aukast um 4% á þessu ári. Þá er því spáð að framleiðsla Norðmanna muni aukast um 3%. Spárnar eru byggðar á upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu Kontali. Í fyrra jókst framleiðslan um 5% og verðið hækkaði um 5%.
Norska sjávarafurða ráðið spáir því að meðalverðið fyrir norska eldislaxinn muni hækka um 3,2% á árinu. Það var 60,73 NOK/kg á síðasta ári og er áætlað það verði 62,7 NOK/kg. Það jafngildir 878 ÍSK á hvert kg.
Þetta kemur fram á fréttavefnum Undercurrent News.
Áætluð aukning Norðmanna í eldislaxi er um 36.000 tonn. Það er um það bil fjórum sinnum meira en allur útflutningur á eldislaxi frá Íslandi á síðasta ári. Miðað við tölur um útflutning á eldislaxi frá Íslandi fyrstu 11 mánuði síðasta árs má ætla að útflutningurinn hafi verið um 9.000 tonn að verðmæti 9 – 10 milljarðar króna. Við þessar tölur bætist svo framleiðsla á silungi sem nálgaðist 4.000 tonn.