Landvernd hrósar Reykhólahreppi

Stjórn Landverndar vill hrósa hreppsnefnd Reykhólahrepps fyrir að sýnda umhyggju fyrir umhverfi sínu með því að taka til skoðunar nýja leið vegna veglagningar í sveitafélaginu. Þá átelur Landvernd Vegagerðina fyrir að sýna ekki sömu framsýnu viðhorf og hreppsnefndin gagnvart nýjum hugmyndum um endurbætur á Vestfjarðarvegi sem falla mun betur að verndun hinnar verðmætu og einstöku náttúru Breiðafjarðar sem nýtur vendar í lögum. Jafnframt átelur Landvernd Vegagerðina fyrir yfirgangssemi gagnvart litlu sveitafélagi sem á mikið undir bættum samgöngum og góðu samstarfi við Vegagerðina.

Landvernd vill beina því til Vegagerðarinnar eins og margendurtekið hefur verið í umsögnum samtakanna um hina svokölluðu Þ-H leið að þverun fjarðanna á leiðinni er óásættanleg vegna hættu á neikvæðum áhrifum á grunnsævi, eðli sjávarstrauma og lífríki fjarðanna. Þá hvetur Landvernd Vegagerðina til að kynna sér vel leið R og nýjungar í brúarsmíð sem lýst er í skýrslu norska ráðgjafafyrirtækisins Multikonsult sem unnin var fyrir Reykhólahrepp.